Geta nauðgarar frýjað sig ábyrgð samkvæmt hegningarlögum?

 Nýfallin dómur í nauðgunarmáli þar sem nauðgarinn var sýknaður eru vond skilaboð út í samfélagið. “Rétt niðurstaða samkvæmt túlkun hegningarlaga”, sagði Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður ákærða í fjölmiðlum. Hvers konar hegningarlög eru það sem “vernda” nauðgara frá ofbeldi eða frýja hann ábyrgð á gerðum sínum? Hvernig á almenningur að skilja skilaboðin um slíkt ódæðisverk sem nauðgun er, að ekki verði náð fram hegningu á ofbeldismanninum, sem í flestum eða öllum tilvikum neytir aflsmunar í verkanaði sínum?

Frá sjónarhóli siðferðis er ómögulegt fyrir venjulegt ólöglært fólk að viðurkenna slíkan dóm. Ljóst er samkvæmt upplýsingum fjölmiðla að umræddur maður kom fram vilja sínum á stúlkunni.  Þótt hún hafi verið ölvuð er það ekki afsökun fyrir ofbeldismanninn. Umsögn lækna um stúlkuna bæði um andlegt og líkamlegt ástand hennar eftir verknaðinn ber vott um gróft ofbeldi sem héraðsdómur virðist hafa  að engu eða líta framhjá því samkvæmt “skilningi hegningarlaga” eins og fram hefur komið.Ekki er viðunandi að almenningur búi við réttarfar þar sem ofbeldi er ekki nægilega skilgreint í lögum,  að nauðgarar geti frýjað sig ábyrgð á obeldi sem þeir fremja. 

Framangreindur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur kallar ótvírætt á að málinum verði áfrýjað til Hæstaréttar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband