Misnotkun í kirkjunni - í skjóli kristinnar trúar.

Enn eitt dæmið þar sem fólk í skjóli trúarinnar fremur ódæðisverk. Íslenska kirkjan hefur sett lög innan sinna vébanda vegna kynferðislegs ofbeldis. Það er ekki vilji kirkjunnar manna að slíkt óeðli geti dafnað innan hennar hvorki kaþólsku eða lútersku kirkjunni. Fólk innan kirkjunnar er bæði af illum toga og góðum. Enn sem komið er hafa þeir góðu yfirhöndina þrátt fyrir allt. Af hinu góða, að kaþólska kirkjan skuli reyna að taka á slíkum glæpi sem kynferðisofbeldi er. Þeir sem ekki vilja neina mannúðarstefnu taka slíku tækifæri fagnandi eins  og kemur fram í blogginu til að koma kristinni trú út úr heiminum. Ekki er neitt annað og betra lagt til enda ekkert betra til en kærleikur Krists.

Aðeins reynt að velta sér upp úr mannvonskunni á kostnað kirkjunnar. Minnir á púkana hans Sæmundar fróða sem sem köstuðu á sig spiki  af illum orðum, gerðu heiminn enn verri en nokkru sinni fyrr.´

Kemur vel í ljós hér i blogginu þar sem  hlutverki umræddra  púka eru gerð góð skil.


mbl.is Kaþólska kirkjan samþykkir að greiða skaðabætur vegna kynferðislegs ofbeldis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband