15.7.2007 | 11:52
Góður og skeleggur alþingismaður þjóðarinnar
Skarð fyrir skildi við fráfall Einars Odds, alþingismanns. Haslaði sér völl sem rödd vinnandi fólks og atvinnulífs landsbyggðarinnar óháð stefnu síns flokks ef svo bar undir. Vegna réttsýni var hann löngu búinn að skapa sér fastan sess í hugum fólks óháð stjórnmálakoðunum. Sannarlega harmur í huga að heyra rödd hans ekki lengur, ekki síst nú, þegar skóinn kreppir að fólki úti á landsbyggðinni. Þjóðin öll hefur misst einn af sínum bestu og ástsælustu sonum.
Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.
Einar Oddur Kristjánsson látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook