Gengur Ágúst Ólafur varaformaður Samfylkingar gegn hagsmunum samfélagsins?

Varaformaður Samfylkingarinnar fór mikinn í kastljósinu í gærkveldi þar sem hann lýsti skoðun sinni um lækkun áfengisgjalds á komandi þingi og taldi  vera þverpólitíska samstöða um málið. Ekki vegur almannaheill þungt hjá Ágústi Ólafi hvað varðar áfengisdrykkju enda augljóst að hann gætir hér hagsmuna víninnflytjenda og veitingasala.

Það liggur fyrir að takmarkað aðgengi víns og hátt áfengisgjald er sú leið sem skilar bestum árangri vegna ofdrykkju og er  vísindalega sannað. Finnar hyggjast nú hækka áfengisgjald aftur vegna slæmra reynslu af lækkun þess. Forvarnir hafa því miður ekki skilað nægilegum árangri samkvæmt rannsóknum í Bandaríkjunum. Þar spilar inn í sterkur áróður auglýsingaherferða til að viðhalda vínneyslu vegna hagsmuna  vínframleiðenda.

 Áfengi er ekki neysluvara og á ekki erindi inn í matvöruverslanir frekar en róandi lyf sem seld eru í apótekum. Þrjátíu þúsund Íslendinga (10%)eiga við áfengisvanda að stríða, að meðtöldum fjölskyldum þessa ógæfusama fólks þekkir a.m.k. helmingur þjóðarinnar 150 þús.) vandann persónulega.

Samt vill Ágúst Ólafur auka vandann með lægra verði á víni. Þeir sem neyta víns hljóta að greiða hærra áfengisgjald til forvarna. Sanngjarnt að þeir leggi meira til meðferðar áfengissjúklinga. Vandi ofdrykkju er miklu meira en framangreind ofdrykkja. Áfengi veldur bílslysum/dauða/örkuml sem kostar samfélagið mikla fjármuni auk fjölskylduharmleikja og heimilsofbeldis sem  koma í kjölfar ofneyslu áfengis. Sömu afleiðingar eru um allan heim, ekki minni en hér á landi.

Ágúst Ólafur hefur gegnið fram fyrir skjöldu réttindamálum kvenna gegn ofbeldi og vændi. Orkar tvímælis að hugur hans fylgi þar máli því með aukinni áfengineyslu mun  vandi kvenna verða enn meira.

Rökin sem Ágúst Ólafur tönglaðist mest á í gærkveldi voru: “Við þurfum aukið frelsi í áfengisdrykkju, við eigum að vera eins og aðrar þjóðir”. Léleg rök að mati undirritaðrar. Frelsi til að auka á hörmnungar í samfélaginu er ábyrðarlaus afstaða gagnvart almannaheill og  kostnaði  samfélagsins vegna ofneyslu víns. Ekki nauðsynlegt að við séum eins og aðrar þjóðir í víndrykkju. Við getu allt eins haft forystu annarra þjóða í hóflegri neyslu og erum það reyndar.

 Ennþá eru ekki áberandi fótboltabullur hér á landi, sýnir  ótvírætt að við erum betur sett vegna markvissrar áfengisstefnu.Ferðamönnum hefur ekki fækkað þótt áfengisverð sé hátt og þess vegna léleg rök að halda þeirra sjónarmiðum fram.

Fram hefur komið að álagning veitingahúsa gæti verið lægri. Verðugt verkefni fyrir varformann Samfylkingarinnar að ganga fram í lækkun víns þar fyrir gesti sem  kjósa að neyta áfengis. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband