Hjúkrun fyrir þá - sem drekka frá sér sjálfræðið

Samkvæmt rannsóknum eiga tíu prósent  við mikinn áfengisvanda að stríða. Ekki hefur heyrst um rannsóknir hvað margir “fara yfir strikið” en eru ekki alkóhólistar. Áætla mætti  svona tuttugu til þrjátíu prósent, sem þyrftu ef til vill hjálp og aðhlynningu eftir drykkju sína.Miðað við framangreint og að  tíu þúsund manns væru að skemmta sér  á öldurhúsum í miðbænum, þá yrðu það samtals fjögur þúsund manns sem þyrftu meira og minna á hjálp að halda eða áreittu friðsama góðborgara. 

Ekki spurning um að margar löggur á rölti í miðbænum myndu draga niður í mörgum en ekki útiloka vandann því miður. En hver á að borga? Þeir sem drekka áfengi að sjálfsögðu.


mbl.is Áfengisdauðum verði sinnt í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband