27.8.2007 | 06:22
Landsliðið á uppleið - þrátt fyrir tap.
Já, það voru vonbrigði að horfa á tapið hjá kvennalandsliðinu í gær miðað við gang leiksins. Sannast að sitthvað er gæfa og gjörvuleiki. Ekki um annað að gera fyrir liðið en að magnast við hverja raun og koma sterkari til leiks í áframhaldandi keppni á næsta ári.
Gæti orðið liðinu til góðs að tapa þrátt fyrir allt, nú fá þær fleiri leiki og meiri reynslu sem verður þeim ómetanlegt. Aðdáunarvert hvað kvennalandsliðið hefur staðið sig vel þrátt fyrir oft litla athygli og lítið fjarmagn. Þær hafa samt ekki látið aðstæður buga sig og eru þess vegna til alls líklegar á næsta ári. Áfram stelpur!!!
Katrín Jónsdóttir: Verðum allar að líta í eigin barm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook