28.8.2007 | 06:45
Er áfengisneylsla hagsmunamál stjórnmálamanna?
Ekki ofmælt að áfengisdrykkja sé vandamál í umferðinni/samfélaginu þar sem menn valda sér og öðrum óbætanlegum skaða. Að ekki sé nú minnst á vandamálið þegar farið er út að skemmta sér. Þá mega borgarar í miðbænum eiga von á heimsóknum í garða sína. Ef þeir leyfa sér að mótmæla eða vera á gangi sér til skemmtunar þá er voðinn vís. Verða mjög líklega barðir til óbóta.Tek undir það sjónarmið sem komið hefur fram í umræðunni, að það eru ekki þeir, sem eru í ofneyslu séu mesti skaðvaldurinn. Nei, það eru góðborgarar sem þurfa að sleppa fram af sér beislinu til að skemmta sér ærlega á kostnað annarra.
Ekki vænlegt til betra ástands þegar Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar gengur fram fyrir skjöldu á komandi Alþingi fyrir vínsala til að auka aðgengi víns en því hefur hann lýst yfir. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi kallaða vínbúðina í Austurstræti dagvöruverslun fyrir skömmu, sem hefði nauðsynlega staðsetningu. Má segja að góður stuðningur sé meðal forystu Samfylkingarinnar til að auka frelsið fyrir þá sem neyta áfengis. Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki og Björn Ingi Hrafnsson Framsókn hafa lýst sömu skoðun að áfengissala þurfi að hafa meira frelsi og auka þurfi aðgengi áfengis.
Fyrir hvaða hagsmuni standa framangreindir aðilar? Ekki er það í þágu samfélagsins nóg er komið af vandamálum samfara neyslu áfengis. Tæplega hægt að hugsa sér að þessir ungu upprennandi stjórnmálamenn velji sér mál sem verða til heilla fyrir samfélagið.
Tekinn tvívegis sama daginn fyrir ölvunarakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:45 | Facebook