29.8.2007 | 15:44
Eldri borgarar rændir af stjórnvöldum?
Maður greindi frá eftirfarandi (ÚtvarpSaga í gær) varðandi frjálst mótframlag í lífeyrissjóð: Átti hann samtals tvær milljónir í sjóðnum sem hann hugðist nota þar sem hann var orðinn sextíu og sjö ára gamall. Þegar hann tók sjóðinn út fékk hann aðeins kr. fimm hundruð þúsund. Hvernig er hægt að ræna eldra fólk svona samkvæmt lögum? Mega eldri borgara bara eiga fyrir saltinu í grautinn eða því sem næst?
Þar sem hann hafði ekki greitt skatt af þeirri upphæð sem í sjóðinum var hefði útborgun átt að vera kr 1.285600. Vegna greiðslu frá Tryggingastofnun var hann skertur til viðbótar svo eftir stóðu kr 500.000 þús.
Nægilegt hefði verið að taka staðgreiðsluskattinn upp a.m.k. fimmtán milljónum og láta tryggingagreiðslur eldri borgara í friði. Sérstaklega þá sem eiga ekki digra sjóði! En að seilast í tvær milljónir svo að eftir standa aðeins fimm hundruð þúsund er siðlaust að hálfu stjórnvalda. Hvers vegna heyrist ekkert frá samtökum eldri borgara um svona óréttlæti þótt kosningum sé lokið?
Sú ríkisstjórn sem nú situr sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn lýsti því yfir fyrir kosningar að bæta hag eldri borgara. Það er hagur eldri borgara að þeir séu ekki rúnir inn að skinni ef þeim hefur tekist að spara nokkrar krónur á löngum vinnudegi. Vonandi sér Geir Haarde, forsætisráðherra til að framangreint ranglæti verði leiðrétt hið snarasta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook