Nýtt kvótaár - landsbyggðin þurfamannabúðir?

Nú er kvótaárið gegnið í garð með skerðingu veiðiheimilda  ásamt meðfylgjandi versnandi lísfkjörum þeirra byggða sem eiga allt undir útgerð. Mannlíf og afkoma snýst um fisk og aftur fisk á mörgum stöðum úti á landi þar sem atvinna er lítið annað en vinna tengd fiskvinnslu og tengdum þjónustustörfum. Má segja að gengið hafi verið óþarflega  langt í skerðingu veiðiheimilda. 

 Stjórnvöld hafa lofað sértækum aðgerðum rétt eins og sé verið að gera heilu byggðarlögin að þurfmannabúðum. Tæplega verða þær aðgerðir til að koma í staðinn fyrir lífskjaraskerðinguna. Mun frekar draga niður  sjálfsmynd og sjálfsbjargarviðleitni þessara byggðarlaga með því að gera íbúana að þurfamönnum.   

Einkennileg tilviljun að sömu flokkar, Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur, eru nú við stjórnvölinn, eins og fyrir rúmum áratug þegar veiðiheimildir voru skertar. Þá var þrengt svo að í greininni, að margir urðu að hætta, sérstaklega varð trilluútgerðin illa úti í minni byggðarlögum með tilheyrandi fólksfækkun. 

Ekki við því að búast að þessi stjórn verði vinveitt atvinnulífi úti á landi ef Samfylkingin ræður för. Allt á helst að þjóðnýta, dugnaður og framtak slegið niður eftir því sem hægt er.  Ekkert sjávarútvegsfyrirtæki úti landi má vera öflugt og sterkt hvað þá að eiga yfir að ráða veiðiheimildum til þess að geta rekið fyrirtækin með hagnaði  þjóðinni til tekna. Það heitir að eiga “gjafakvóta” hjá jafnaðarmönnum eða “þjóðin á fiskinn í sjónum”.

Aðalatriðið er að fiskveiðiheimildir þjóðarinna tilheyri landgrunninu en séu veiddar  til hagsbóta fyrir þjóðarbúið eins og verið hefur, sem er best gert með rekstri öflugra sjávarútvegfyrirtækja bæði stórra og smárra vítt og breitt um landið.

 Staða landbúnaðar verður tæplega  vænlegri með jafnaðarmenn innanborðs í ríkisstjórn. Ekki langt að bíða eftir herferð gegn honum; helst lagður niður ef að líkum lætur. Ráði íslenskir jafnaðarmenn, þá verða allar auðlindir þjóðnýttar, nú eru nú vatnsréttindin í landinu fyrsta skotmarkið.  Síðan verður markið sett á ESB, fiskveiðiheimildir og aðra auðlindir afhentar erlendu valdi til umráða, þá er takmarkinu náð.  

Óskiljanleg afstaða fyrir litla þjóð norður í Atlandshafi. Hagsmunum þjóðarinnar er best borgið utan svo stórra samtaka sem ESB. Frá upphafi landnáms hafa Íslendingar stunda útrás til annarra landa, lagt mikið að mörkum í   menningu og þegið til baka. 

Best tókst þjóðinni upp þegar hún var ekki undir stjórn annarra þjóða eins og sagan greinir frá og flestir þekkja. Til þess að við lifum af sem lítil sjálfstæð þjóð þarfa samhenta stjórn með þann metnað og atorku, að dugnaður megni njóta sín sem víðast í samfélaginu, ekki síst úti á landsbyggðinni. 

Það er hagur þjóðarinnar sem heildar, að jafnaðarmenn fari sem fyrst úr þessu stjórnarsamstarfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband