Kristinn boðskapur - í myndrænum búningi

HaloVarð alveg steinhissa þegar ég að heyrði og sá auglýsinguna, fann ekki til reiði né hneykslunar, hún  olli mér heilabrotum sem ég hef ekki unnið úr ennþá.

Kristur er jú, bæði Guð og maður samkvæmt trúnni. Hann fær mikla nánd sem maður í auglýsingunni. Júdas fær mikla athygli sem svikari félaga sinna. Rómversku hermennirnir sem sjást í baksýn við Júdas segja allt sem segja þarf. Kristur var hættulegur rómverska heimsveldinu með því að fara með friði en vilja samt sem áður réttlæti handa þjóð sinni og reyndar öllum þjóðum.

Meðan auglýsingar ganga ekki svo langt að verða antikristnar þá gætu þær ef til vill fært nútímann nær kristninni trú ef guðfræðingar og prestar hafa umsögn um slíkar auglýsingar sem samkvæmt fréttinni voru ráðgjafar. Ekki veitir af nánd Krists í dagsins önn. Hann er ekki bara upphafin Guð á stalli.

Hætti mér ekki út í frekari guðfræðilegar umræður en auglýsingin var samkvæmt framangreindu Jesús Kristur í myndrænum búningi með friðarboðskap og réttlæti þar sem svik, undirferli og óréttlæti heimsins voru til staðar rétt eins í nútímanum.Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband