5.9.2007 | 08:43
Auglýsing - lifandi - boðskapur Krists?
Auglýsingin um síðustu kvöldmáltíð Jesúm Krists er nýlunda en vakti ekki hneykslun undirritaðrar en mun án efa valda heilabrotum og umræðum. Kristur er jú, Guð og maður samkvæmt kristinni trú. Hann fær mikla nánd sem maður í auglýsingunni. Júdas lærisveinn hans fær mikla athygli sem svikari félaga sinna. Rómversku hermennirnir sjást í baksýn við Júdas segja allt sem segja þarf. Kristur var hættulegur rómverska heimsveldinu með því að fara með friði með kröfum sínum um réttlæti handa þjóð sinni og reyndar öllum heiminum.
Meðan auglýsingar ganga ekki svo langt að vera "antikristnar", gætu þær ef til vill fært kristinn boðskap nær nútímanum ef guðfræðimenntaðir hafa tillögurétt um efni þeirra.
Ekki veitir af nánd Krists í dagsins önn, hann er ekki bara upphafinn Guð á stalli.
Undirrituð hættir sér ekki út í frekari guðfræðilega umræðu. Auglýsingin var samkvæmt framangreindu Jesús Kristur í myndrænum búningi með friðarboðskap og réttlæti þar sem svik, undirferli og óréttlæti heimsins voru til staðar rétt eins og í nútímanum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.9.2007 kl. 11:50 | Facebook