Herferð gegn framtaki og frelsi

Þá hafa svokallaðar mótvægisaðgerðir ríkistjórnarinnar verið birtar en þola tæplega dagsins ljós. Fyrst er dregið úr atvinnulífinu úti á landsbyggðinni með of mikilli skerðingu þorskkvótans. Með því er vegið að atvinnulífi og sjálfsmynd byggðarlaga. Öll þjónusta dregst saman og fjöldi fólks missir atvinnuna og kjör allra versna til muna. Angry

Til hvers á að efla menntun og  leggja vegi ef ekki er öflugt atvinnulíf fyrir, sem kjölfesta.? Undarleg hagfræði sem reiknast á stefnu jafnaðamanna með samþykki Sjálfstæðismanna, sem eru þó merkisberar framtaks og framfara. Samfylkingin eys úr sjóðum ríkisins til að viðhalda svokallaðri jafnaðarstefnu án þess nokkur markmið um atvinnuuppbyggingu sé að ræða. Uggvænlegt hvað þessi ríkistjórn hefur mikinn meirihluta þar sem Samfylkingin virðist hafa megin frumkvæði í stefnumörkun, að draga sem mest úr atvinnulífi og framtaki landsbyggðarinnar. 

 Athyglisvert að forsætisráðherra kynnti ekki “mótvægisaðgerðirnar/ölmusuna" handa landsbyggðinni; enda eru þær fjarri stefnu Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband