Vilhjálmur góður borgarstjóri

 Fráfarandi borgarstjóri í Reykjavík hefur á stuttum tíma skilið eftir sig athyglisverðan og farsælan feril í velferðamálum almennings þrátt fyrir hvað hann hefði átt að segja eða segja ekki í moldviðrinu um orkumálin. Skemmst er að minnast einarðrar afstöðu borgastjórans gegn spilakössum þar sem aðgengi skólabarna var ótæpilegt. Þegar lögreglustjórinn í Reykjavík vakti athygli á ómmenningu í miðborg Reykjavíkur vegna óhóflegrar neyslu áfengis á skemmtistöðum; studdi Vilhjálmur þessa viðleitni lögreglustjóra til að reyna að hindar þessa mjög svo óskemmtilegu drykkjuvenjur. Hann gekk fram fyrir skjöldu til að efla þá vitund borgarbúa að ganga hægt um gleðinnar dyr í áfengisneyslu; að óheft frelsi í meðferð áfengis og spilakassavítum þjónar ekki velferð almennings.

Vilhjálmur markaði farsæla stefnu í menntamálum og velferðarmálum sem vonandi verða ekki rifnar niður af núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Hann var sýnilegur borgarstjóri á vettvangi eins og fram kom í brunanaum  í miðborg Reykjavíkur s.l. sumar.  Óskandi að  núverandi meirihluti  borgarstjórnar beri gæfu til að ganga þann veg sem fráfarandi borgarstjóri hefur markað. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband