Getur lögmaður verið staðgengill laga?

 Það sem veldur vandræðum í Orkuveitumálunum er að þar takast á annars vegar félagsleg sjónarmið og hinsvegar einkaframtak., virðast ósættanleg. Einkaframtakið vinnur með gróðasjónarmið að markmiði í kapphlaupi við erlenda fjárfesta og hugvit, til að virkja háhitasvæði. Svo mikið lá á að ekki þótti hægt að virða lögbundið form til boðunar fundar  Orkuveitunnar. Formaður lögmannafélagsins síðan fenginn sem fundarstjóri á fundinum til að  vera staðgengill framangreindra laga. Lítt skiljanlegt fyrir ólögfróðan að viðvera lögmanns geti gert lög óvirk þótt þau séu ótvíræð. Hvernig verður framhaldið ef dómstólar dæma umræddan fund löglegan á framangreindum forsendum? Verður hægt að kalla til lögmann sem staðgengil í hvert skipti sem lög um fundarsköp þjóna  ekki hagsmunum hlutafélaga eða öðrum hagsmunaðilum.Errm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband