Þingmenn/heilbrigðisráðerra - á villigötum?

Frumvarp á Alþingi um sölu áfengis í matvöruverslunum hefur vakið mikla andstöðu og umræðu í samfélaginu. Öllum má ljóst vera að áfengi hefur skaðleg áhrif, veldur sjúkdómum/slysum og dauða. Að léttvín sé hollt getur verið rétt en það þarf alls ekki að vera með alkóhóli til að svo sé. Hin hliðin á neyslu áfengis er hvernig það er meðhöndlað; hvaða venjur verða viðmið í þjóðarsálinni/menningunni. Áfengi er vímuefni er ber að meðhöndla út frá þeirri forsendu.

Vínið á ekki erindi inn í matvöruverslanir þar sem ákveðin tegund yrði auglýst með þessum eða hinum réttinum sem á að neyta í dag. Víntegundir og kjöt/fiskur verða sett hlið við hlið í kjöt/fiskborðinu með áberandi hætti þar sem vínið er ómissandi með mat. Áfengið fær ranga ímynd í hugum manna og skaðsemi þess verður fjarlæg.

 Vínbúðir geta vel leiðbeint þeim sem vilja fá ráðgjöf um víntegundir með mat. Með því að takmarka aðgöngu áfengis getum við dregið úr því böli sem áfengi veldur og skapað sterka hefð að um  vímuefni sé að ræða sem beri að umgangast með varúð.

Sorglegt  hvað margir nýir/ungir þingmenn hafa lagt þessu fumvarpi lið og nú með heilbrigðisráðherrann í fararbroddi. Með því er frumvarpið ekki lengur þverpólitískt heldur er það orðin stefna umrædds ráðherra í heilbrigðismálum þvert ofan í þá stefnu sem alþingi mótaði á síðasta þingi.Frown

“Það verður hvorki skemmtileg lífsreynsla né eftirsóknarverð stjórnmálareynsla fyrir Sigurð Kára og félaga. Né heldur heilbrigðisráðherrann, sem styður þá.” er skrifað í Staksteinum Mbl. 27 okt. s.l. 

Virðist vanta samfélagslega yfirsýn/meðvitund hjá þessum ungu þingmönnum sem vilja ná þessu frumvarpi fram í nafni frelsisins. Frelsi og ábyrgð verða ekki sundurslitin þegar ákvarðanir um almannaheill eru teknar. Framangreindir þingmenn og heilbrigðisráðherrann eru á villigötum í ábyrgri áfengisstefnu til framtíðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband