30.10.2007 | 11:41
Á misjöfnu þrífast börnin best
Tíu litlir negrastrákar voru upplesnir á mínu æskuheimili. Bókin vakti hjá okkur börnunum bæði kátínu og samúð með þessum misvitru drengjum. Ef til vill vegna þess að negrastrákarnir voru ósköp venjulegir strákar með mannlegan breyskleika eins og allir aðrir. Mín börn lásu þessa bók með sömu ánægju og upplifun. Orðið negri í mínum huga eða barna minna hefur ekki niðrandi merkingu vegna lestursins um negrasnákana.Oft hafa þessar skemmtilegu vísur verði sungnar á jólaskemmtunum þar sem ég hef verið. Alltaf með sömu ánægju án þess að örlaði á kynþáttafordómum.Nú eru þessar vísur allt í einu hættuleg lesning fyrir börn. Undarlegt að tíu litlir negrastrákar séu verri bókmenntir en Mjallhvít með dvergana sjö og vondu stjúpuna eða Rauðhetta litla, amman og úlfurinn. Er ekki bara óhætt að taka undir alþekkt spakmæli: Á misjöfnu þrífast börnin best?

Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook