31.10.2007 | 11:17
Skálholtsstaður - áfram uppbygging!
Komið hefur fram í fréttum að kirkjan hyggst reisa sumarhúsabyggðir í Skálholti sér til tekjuaukningar. Skálholtstaður var um langan aldur höfuðstaður þjóðarinnar í trúarlegum og veraldlegum skilningi. Þar var var einnig skóli eins og þekkt er. Biskupsstóllinn þurfti tekjur til að standa undir umsvifum; tíund var sett á, og stóllinn átti verstöðvar eins og Grindavík sér til framfærslu. Staða Skálholts hefur ekki breyst hvað varðar veraldleg umsvif sér til framdráttar. Ef þær tekjur sem koma af sumarbústaðabyggð eru notaðar til frekari andlegrar starfsemi í Skálholti þá helgar tilgangurinn meðalið?
Niðurlægingartímabil Skálholts hófst þegar kaþólsk trú var niðurlögð og stóð fram á sjöunda tug síðustu aldar er Sigurbjörn Einarsson þáverandi biskup stóð fyrir endurreisn staðarins og hóf hann til vegs og virðingar á nýjan leik. Þjóðin fagnaði þessum áfanga enda átti Skálholtsstaður sterkar rætur í þjóðarsálinni. Til að viðhalda þessara reisn er nauðsynleg þróun áfram. Ef þeir fjármunir sem koma fyrir sumarhúsin fara til frekari uppbyggingar Skálholtsstaðar er ásættanlegt. Ekki liggur fyrir samkvæmt fréttinni hvað kirkjan hyggst nota þessa væntanlegu fjármuni og er það mjög miður?Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.11.2007 kl. 10:07 | Facebook