Ofdrykkja unglinga - ómenning í þjóðarsálinni?

Óspektir, ölvun og  hávaði er nær daglegar fréttir ef fólk gerir sér dagamun. Lögreglan  þarf að taka unglinga úr umferð og láta foreldrana sækja þau. Hvað er til ráða? Erfitt er um svar þótt lögreglan geri sitt besta. Hér gæti verið umhugsunarvert að athuga hvað hefur brugðist í uppeldinum á okkar ástkæru unglingum ef nokkur von verður um betri vínmenningu í framtíðinni.

Fullorðna fólkið er fyrirmynd barnanna og svo eru  auðvitaða áhrifin úr umhverfinu sem eru mótandi bæði í skólum og fjölmiðlum. Ekki mun ástandið batna við að auka aðgengi áfengis eins og nú er hjartans mál sautján þingmann á Alþingi. Betra væri að efla forvarnir verulega með fjárframlagi í skólum landsins. Þar ættu foreldrafélög að vera enn virkari þátttakendur. Með betri uppeldi, forvörnum og takmörkuðu aðgengi alkóhóls; getur vínmenning orðið raunhæf staðreynd þegar næsta kynslóð fer út að sletta úr klaufunum.
mbl.is Mikið um ölvun og óspektir í borginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband