7.11.2007 | 11:33
Ótraustur stjórnmálamaður?!
Stjórnmálamenn hafa stundum á sér það orðspor, að þeir séu ekki alltaf vandir að meðölum sínum. Út yfir tekur þegar Björn Ingi Hrafnsson reynir að blanda Geir Haarde, forsætisráðherra inn í ákvarðanir í orkumálum Reykjavíkur með yfirlýsingum í fjölmiðlum. Varla verður lengra gengið í ósannindum í REI-málinu. Með slíkum framburði hefur trúnaðarbrestur orðið varanlegur með fyrrverandi samstarfsflokki og Birni Inga.
Ekki vænleg staða fyrir núverandi meirihluta að þurfa að treysta Birni Inga eins og málin standa þar sem hlýtur að reyna á heilindi og samstöðu. Svandís Svarsdóttir þarf að gæta sín í hverju spori því líklega þætti Birni Inga ekki verra ef hún hrasaði. Vonandi sér Svandís við hinum viðsjála Birni Inga og tekur upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn áður en það verður of seint.
Undirrituð sér ekki fyrir sér Björn Inga sem framtíðarleiðtoga stjórnmálaflokks eftir framkomu sína við samstarfsflokkinn eða aðra flokka. Tæplega mun nokkur flokkur treysta Birni Inga í samstarfi hér eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:22 | Facebook