17.11.2007 | 15:07
Lög um fundarsköp - óþörf fyrir Orkuveitu Reykjavíkur?
Ákæra Svandísar Svavarsdóttur, borgarfulltrúa vegna boðunar stjórnarfundar OR veldur vandræðum. Fundurinn er ólöglega boðaður miðað við þær reglur sem gilda um boðun fundarins.
Einkaframtakið vinnur með gróðasjónarmið að markmiði í kapphlaupi við erlenda fjárfesta og hugvit, til að virkja háhitasvæði. Svo mikið lá á að ekki þótti hægt að virða lögbundið form til boðunar fundar Orkuveitunnarað. Formaður lögmannafélagsins síðan fenginn sem fundarstjóri á fundinum til að vera staðgengill framangreindra laga að því er virðist?
Eftirfarandi er tekið úr bloggi Daggar Pálsdóttur, lögmanns í dag: Fundurinn virðist ólöglega boðaður miðað við þær reglur sem giltu um boðun fundar. Engu að síður mættu til fundar allir sem á fundinum áttu að vera og tóku þátt í fundarstörfum. Í 4. mgr. 83. gr. laga um meðferð einkamála segir að ef stefndi sækir þing við þingfestingu máls breytir engu þótt stefna hafi ekki verið birt eða komið á framfæri við hann, galli hafi verið á birtingu eða birt með of skömmum fyrirvara. Sem sé, það er ákveðin meginregla að þótt boðun sé ólögmæt þá getur eftirfarandi málsmeðferð verið lögmæt ef þeir sem hagsmuna eiga að gæta mæta til að gæta hagsmuna sinna, þrátt fyrir ólögmæta boðun.
Hvernig verður framhaldið ef dómstólar dæma umræddan fund löglegan á framangreindum forsendum? Geta lög um fundarsköp verið aukaatriði og óþörf ef því er að skipta? Verður hægt að kalla til lögmann sem staðgengil í hvert skipti sem lög um fundarsköp þjóna ekki hagsmunum hlutafélaga eða öðrum hagsmunaðilum?Lítt skiljanlegt fyrir ólögfróðan eða frá almennri réttlætiskennd, að viðvera lögmanns geti gert lög óvirk þótt þau séu ótvíræð. Undirrituð hefur skilið lög um fundarsköp þannig, að þau séu til þess að gefa mönnum tíma til að undirbúa sig undir þau mál sem liggja fyrir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook