Svandís á sigurbraut?

  Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi  hefur sýnt ótvírætt enn sem komið er að hún er fulltrúi hagsmuna almennings í málum Orkuveitunnar. Fundurinn um ákvarðanatöku í sameiningu REI við einkafyrirtæki var ótvírætt ólöglegur. Þrátt fyrir að formaður lögmannafélagsins hafi verið fundarstjóri og líklega átt að fullnægja lögum og rétti með viðveru sinni. Hefði málið farið fyrir dómstóla hefði það orðið erfiður málarekstur fyrir dómskerfið þótt finna mætti einhverja lagakróka til að réttlæta fundinn. Siðferðiskennd almennings er það sterk sem betur fer. Fróðlegt verður að fylgjast með næstu skrefum í málum Orkuveitunnar og REI. Ekki er að efa að Svandís heldur fast á sínu þótt margir munu reyna að naga af henni skóinn með óvönduðum málflutningi. Vonandi næst ásættnaleg niðurstaða annars vegar með hagsmunum almennings hins vegar með einkaframtakinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband