26.11.2007 | 11:37
Biblían boðskapur fyrir alla
Útgáfa Biblíunnar hefur vakið verðskuldaða athygli þótt sitt sýnist hverjum um þýðingu og orðalag. Hins vegar finnst undirritaðri auglýsingar JPV- útgáfunnar um Biblíuna óviðeigandi þar sem þekktir einstaklingar eru notaðir sem idealtýpur við lestur Bókar Bókarinnar. Biblían er fyrst og fremst trúarrit kristinnar manna þótt hún hafi í gegnum tíðina haft áhrif á skáldskap, tónlist og bókmenntir.
Kristið fólk hefur á öllum tímum lesið Biblíuna af trúarlegum ástæðum sér til huggunar og þroska. Biblían stendur ein og sér fyrir boðskap sinum. Þar er einungis Jesús Kristur sjálfur ímynd trúar, vonar og kærleika til allra manna.
Að gera Biblíuna að ímynd skálda eða leikara o.s.frv. er óviðeigandi auglýsing.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:44 | Facebook