Kynlaust jafnrétti - fyrir konur?

Nú gengur jafnréttisumræðan eins og logi yfir akur og felst aðallega í því að breyta karlkyns nafnorðum í kvenkyns eftir því hvort kona eða karl situr í viðkomandi starfi eða embætti. Erfitt að skilja af hverju ráðherra má ekki vera starfsheiti fyrir bæði kyn? Hvar á þessi umræða að enda? Hvað kemur í staðinn fyrir Forseti Íslands, lögfræðing, prest eða lækni. Er það ekki fullboðlegt fyrir konu að vera í starfi forseta þótt orðið hafi karlkyns málfræðilega íslenska merkingu. Ráðherra eða forseti gefur embættinu sína ímynd eftir því hvernig viðkomandi þyki standa sig eða er umdeild/ur hvort sem það er karl eða kona. Hlýtur að vera mergurinn málsins en ekki málfræðilegur skilningur? Ráðherra fær óbeint kvenkynsmerkingu í hugum fólks um leið og kona gegnir embættinu. Erum við konur virkilega hræddar um að standa ekki undir nafninu ráðherra, prestur eða biskup?   

 

Bleikt og blátt fyrir nýfædd börn á sjúkrahúsi er enn illskiljanlegri umræða. Er það ekki betra öryggisins vegna að kynin séu aðgreind með litum? Ekki verður séð í fljótu bragði hvort kynið er svo litagreining í fötum styrkir það öryggi um að öll börn lendi hjá réttum foreldrum. Hvaða litir sem eru hljóta að sýna hvort barnið er stúlka eða drengur.Að framansögðu getur þessi umræða jafnvel snúist upp í andhverfu sína sem þó er ekki  meiningin. Hvað  næst, verður almenningur að ganga í fatnaði sem felur öll merki um hvort viðkomandi er kona eða karl?W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband