Málfrelsi og – netfrelsi.

 Málfrelsi og netfrelsi er umfjöllun og birting Mbl. í dag. Staksteinar gera að umtalsefni afstöðu VG við frumvarpi annarra flokka um styttingu ræðutíma á Alþingi. VG. eru í miklum minnihluta en réttlætir ekki, að skoðanir þeirra verði ekki ræddar af hinum flokkunum með röklegum umræðum þótt langar verði samkvæmt núverandi þingsköpum. Stytting ræðutíma þingmanna getur bætt þingstörfin ef eftir fylgir umræða sem tekur mið af réttlæti og almannaheill. Þá þarf að fylgja hinum nýju þingsköpum meiri virðing fyrir annarra skoðunum og réttlátum rökum. Það á eftir að koma í ljós hvort sá félagslegi þroski sé nú til staðar í umræðum Alþingis. Að umræður fari fram með sæmd  svo  virðing fyrir Alþingi aukist. Að ekki þrífist hártoganir og útútsnúningar til að drepa mál á dreif eins og oft hefur viljað verða en breytist ekki endilega með nýjum þingsköpum.

Salvör kallar eftirlit með netbirtingu efnis: “Hrylling...myndefnasía ríkislögreglustjóra." Netfrelsi getur ekki byggst á að hægt sé að vaða um netið á skítugum skónum í skrifum/ myndbirtingu um hvað sem er. Málfrelsi/myndbirting á netinu þarf að virða almennar reglur og siðferði, að virðing fyrir einstaklingnum verði  ekki brotin án nokkurrar siðferðilegra marka. Annars er málfrelsi/myndbirting orðin jafnfætis vondri netlögreglu eða á líkum nótum eins og Salvör nefnir:  “... ekki síst í strangtrúarríkum múslima” eða "opna jólapakka" annarra. Við búum í landi þar sem málfrelsi/myndbirting eru nátengd þeirri ábyrgð að virða rétt og skoðanir fólks í samfélaginu. Netið hlýtur að kalla á siðferðilegar og lögbundnar reglur til að þar fái að þróast, í okkar lýðræðislegu hefð og viðmiðunum, málfrelsi samfara ábyrgð þeirra sem setja þar fram skoðanir í mynd og máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband