30.11.2007 | 06:04
Málfrelsi og – netfrelsi.
Salvör kallar eftirlit með netbirtingu efnis: Hrylling...myndefnasía ríkislögreglustjóra." Netfrelsi getur ekki byggst á að hægt sé að vaða um netið á skítugum skónum í skrifum/ myndbirtingu um hvað sem er. Málfrelsi/myndbirting á netinu þarf að virða almennar reglur og siðferði, að virðing fyrir einstaklingnum verði ekki brotin án nokkurrar siðferðilegra marka. Annars er málfrelsi/myndbirting orðin jafnfætis vondri netlögreglu eða á líkum nótum eins og Salvör nefnir: ... ekki síst í strangtrúarríkum múslima eða "opna jólapakka" annarra. Við búum í landi þar sem málfrelsi/myndbirting eru nátengd þeirri ábyrgð að virða rétt og skoðanir fólks í samfélaginu. Netið hlýtur að kalla á siðferðilegar og lögbundnar reglur til að þar fái að þróast, í okkar lýðræðislegu hefð og viðmiðunum, málfrelsi samfara ábyrgð þeirra sem setja þar fram skoðanir í mynd og máli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Facebook