2.12.2007 | 00:05
Biblía 21. aldar: Lofsöngur Maríu
Höfundar guðspjallsins er læknirinn Lúkas. Þar er Jesús álitinn frelsari Gyðingaþjóðarinnar og alls heimsins. Engill/sendiboði birtist Maríu Guðsmóður og tjáði henni að hún myndir fæða barn og skyldi hún láta hann heita Jesúm. María trúði sendiboðanum, varð mjög glöð og mælti fram lofsöng sinn:
Lofsöngur Maríu Lúk 1.46-1.55
46Og María sagði:Önd mín miklar Drottin
47og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.
48Því að hann hefur litið til ambáttar sinnar í smæð hennar,
héðan af munu allar kynslóðir mig sæla segja.
49Því að mikla hluti hefur Hinn voldugi við mig gert
og heilagt er nafn hans.
50Miskunn hans við þá er óttast hann varir frá kyni til kyns.
51Máttarverk hefur hann unnið með armi sínum
og drembilátum í hug og hjarta hefur hann tvístrað.
52Valdhöfum hefur hann steypt af stóli
og upp hafið smælingja,
53hungraða hefur hann fyllt gæðum
en látið ríka tómhenta frá sér fara.
54Hann hefur minnst miskunnar sinnar
og tekið að sér Ísrael, þjón sinn,
55eins og hann hét feðrum vorum,
Abraham og niðjum hans,
eilíflega.
Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:29 | Facebook