2.12.2007 | 22:19
Kárahnjúkavirkjun - virkjun v. Húsavík framtíðarsýn til framfara
Hið glæsilega mannvirki við Kárahnjúka var ræst formlega nýlega án þess að elítan í Reykjavík gæti verið viðstödd sem var góð ákvörðun veðurguðanna. Fór vel á því að mannvirkið var ræst af heimamönnum og hefði alveg mátt sleppa showinu fyrir sunnan. Hið glæsilegasta mannvirki Íslandssöguna er raunveruleiki, gefur Austurlandi enn meira kraftmikið fjölbreytt atvinnulíf, þegar fram líða stundir. Verður ómetanleg búbót í þjóðartekjur þar sem Reykjavíkursvæðið fær eins og áður stærsta hlutann af kökunni.
Það voru fiskimiðin við landið sem fyrst og fremst byggðu upp menntun, velmegun, og tækniþekkingu sem nú munu byggja upp þjóðfélag framtíðarinnar er byggist á raforku ásamt útrás í tækniþekkingu vegna orku úr iðrum jarðar. Með virkjun v/Kárahnjúka og ef af verður við Húsavík mun það verða stærstu framförin í byggðaþróun úti á landi. Kemur í staðin fyrir uppbyggingu Samvinnuhreyfingarinnar sem átti stærstan þátt í þróun byggða í sveitum landsins. Því miður fór langstærsti hluti arðs að fiskveiðum til Reykjavíkur, sveitirnar gáfu eftir og fólkið flyktist mest til höfuðborgarsvæðisins og stendur enn.
Við þjóð hér á norðurslóðum verðum að byggja lífsafkomu okkar á raforku frá fallvötnum okkar í framtíðinni. Það kostar fórnir á fallegri náttúru en er óhjákvæmilegt þótt það sé öllum sárt sem fegurð unna. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður sagði í Silfri Egils í dag, að Kárahjnúkavirkjun væri of djúp spor í náttúrunni. Engin rök fylgdu eða hvað hún ætlaði að koma með í staðinn handa komandi kynslóðum til þess þær megi byggja þetta kalda og fagra land; vera ein þjóð í landinu ekki yfirþyrmandi borgríki eins og nú er. Ef ekki verður haldið áfram að nýta raforkuna þarf að draga saman á mörgum sviðum. Ekki verður lengra gegnið á landsbyggðinni henni hefur þegar verið fórnað fyrir borgríkið á Suðvesturhorninu. Hvernig væri að leggja niður Samvinnuháskólann til að draga úr kostnaði menntamála. Samt væri hægt að halda uppi ágætu menntunarstigi á háskólastigi og spara í leiðinni. Eða sameina hann að mestu leyti öðrum háskólum í Reykjavík og setja um leið háskólasetur í Egilsstaðabæ og á Akureyri. Ef virkjun rís við Húsavik þá er kominn grundvöllur fyrir hærra menntunarstigi þar.
Núverandi ríkistjórn gekk út fyrir ystu mörk með skerðingu þorskkvótans alveg óháð því hvernig atvinnuástand var í sjávarþorpum landsins. Þar fóru minnstu sjávarbyggðirnar verst úti sem aðeins byggðu á litlum útgerðum. Svo var talað um mótvægisaðgerðir sem telja verður innantóm orð. Eitt dæmi skal nefnt. Byggðastofnun fékk milljarð en skuldaði það fyrir, annað er ekki nefnandi nema þá kr. 200 þús á fjölskyldu, til að flytja burtu frá eignum sínum á höfuðborgarsvæðið þar sem húsnæðið er svo dýrt að enginn venjulegur verkamaður getur tekið á leigu hvað þá keypt.
Að lokum óskar undirrituð heimabyggð sinni (Austurlandi öllu) til hamingju með glæsilegt mannvirki þar sem íslenskir vísindamenn eiga stóran þátt bæði með margra ára rannsóknum á Fljótsdalsheiði, beinni aðkomu við hönnun og byggingu Kárahnjúavirkjunar, með Landsvirkjun í fararbroddi. Raforkumannvirki framtíðarinnar eru sú framtíð sem allir verða að horfast í augu við ef hér á að byggja áframhaldandi velmegunarsamfélag sem hefur góð lífskjör vítt og breitt um landið.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook