6.12.2007 | 05:58
Kristileg siðfræði/siðmennt í skólum
Biskup Íslands kallaði eftir umræðu um hvort kristileg siðfræði skuli vera markviss stefna í fræðslu/uppeldi skólanna og er það vel. Umræðan hefur verið nokkuð á skjön við sjálft málefnið kristilega siðfræði. Tæplega fólgin i heimsókn prests í skólana/leikskólana er kemur annað slagið eins og góður frændi/frænka" í heimsókn. Kristileg siðfræði með umburðarlyndi og kærleika að leiðaljósi er að reyna að feta fótspor Krists sem sennilega er móttækilegra af börnum en fullorðnum, góður grunnur fyrir siðgæðisþroska fullorðinsáranna. En hvernig á slík fræðsla að fara fram er sú spurning sem þarf að ræða ekki síst innan kirkjunnar annars vegar og hins vegar skólanna/leikskólanna?
Er það æskilegt að prestar í fullu starfi hafi starfið með höndum eða eiga starfsmenn að vera sérmenntaðir alfarið í starfi skólanna (í tengslum við kirkjuna)? Undirrituð telur að siðfræðimenntaðir starfsmenn innan skólanna ættu auk guðfræðimenntunar/trúfræði, að hafa kennslufræði í menntun sinni. Slíkir starfsmenn væru ekki í starfi innan safnaða heldur alfarið innan skólanna þar sem fræðslan byggðist faglega, á kristnum gildum og almennri siðfræði, sem gætu vel farið vel saman enda af sömu rót.
Að kenna kristilega siðfræði af prestum þjókirkjunnar getur vakið tortryggni um trúboð sem er alls ekki æskilegt innann uppeldisstofnana samfélagsins þar sem börn af öðrum trúarhópum eru til staðar. Umræðan undanfarið í fjölmiðlum þar sem prestur og fulltrúi Siðmenntar sitja gagnvart hvor öðrum á óásættanlegum meiði er ekki sá kristilegi eða siðfræðilegi grunnur sem þarf að vera til staðar ef kristin síðfræði með kærleika, mannúð Jesú Krists að leiðarljósi er rædd. Heldur ættu framgreindir aðilar að koma sér saman um með hvaða hætti kristileg siðfræði/almenn siðfræði yrði kennd innan skóla/uppeldisstofnana.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2021 kl. 23:23 | Facebook