Mála sig út í horn

Vinstri grænir virðast mála sig markvisst út í horn í viðleitni til atvinnuuppbyggingar; um leið framfarir sem eftir  fylgja bæði fyrir sunnan og norðan.  Nefna má uppbygginu í Keflavík.  Þá má nefna andstöðu við virkjanir þar sem umræðan um  náttúrvernd er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann að því er virðist. Auðvitað vilja allir vernda náttúruna en eru jafnframt nauðbeygðir til að nota hana sér til lífsviðurværis. Það er raunhæfur kostur að virkja háhitasvæði og fallvötn. Eru þær auðlindir sem við höfum okkur til framfæris í þessu landi. Raforkuframleiðsla er vistvænn kostur til framleiðslu á t.d. áli til ýmissa nota.

 

Erfið staða fyrir Steingrím J. Sigfússon að standa á móti virkjun við Húsavík þar sem byggðin er á undanhaldi; gæti horfið með öllu ef ekki verður raunhæf atvinnuuppbygging sem fyrst. Eitt eða tvo störf búin til  "að tína fjallagrös" með ærnum kostnaður er blekking Vinstri grænna í skjóli umræðna um verndum náttúrunnar sem ekki er á raunhæfum nótum eins og að framan greinir.


mbl.is Fleiri störf en hjá varnarliði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband