Breiðuvíkurdrengur

Það sjónarmið kom fram í morgunútvarpi RUV  í gærmorgun að Breiðuvíkurheimilið hefði verið toppurinn á ísjakanum í meðferð barna í Reykjavík langt fram á tuttugustu öld er áttu móður og/eða föður sem ekki höfðu tök á frambærilegri umönnun.  Eftir að hafa lesið bókina Breiðuvíkurdrengur kemur upp í hugann sú óþægilega tilfinning að enn  eimi eftir  birtingarmynd Breiðuvíkurdrengs í velmegunarsamfélagi nútímans. Ef til vill birtist umrædd mynd í umræðunni um að koma burt kristnum gildum úr skólum landsins. Í staðinn á að koma mælikvarði hins siðmenntaða/upplýsta/menntaða  manns er kann svör við öllu. Allt á að fara fram með lögmálskenndri óskeikulli forskrift þar sem ekkert getur farið úrskeiðs hjá hinum fullkomna umrædda karli/konu.   

 Elie Wieasel (1978) skrifaði frásagnir um Helför nasista : “Til að vera teknir trúanlegir urðu sögumenn að segja hálfan sannleikann”. Enginn gat trúðað hinum raunverulega hryllingi sem átti sér stað í samfélagi nasista þar sem köld skynsemishyggja og vísindahyggja átti að leysa vandamáls heimsins með þúsund ára ríki Hitlers. Sama sjónarmiðið kemur fram í bókinni Breiðuvíkurdrengur þegar Páll reynir að segja frá hörmungum sínum. En eru svo fjarri því sem hægt er að ímynda sér um þá  hraksmánarlegu meðferð er átti sér stað í Breiðuvík.   Dietric Bonhoffer, þýskur prófessor er var myrtur/pyntaður í fangabúðum nasista  lét eftir sig frásagnir úr fangabúðunum leggur áherslu á að enga lausn sé að finna í syndugum heimi nema að öðlast einlægan vilja til að feta fótspor Krists. Ennfremur segir hann að til að svo megi verða þurfi að eiga sér stað ferli þar sem bæn um iðrun og breytingu til batnaðar eigi sér stað. Þá telur Bonhoffer að við getum öðlast hina dýrmætu náð Guðs; til að  hafa áhrif á uppbyggingu samfélags með kristin gildi/mannúð að leiðarljósi. 

   Allir ættu að lesa bókina Breiðuvíkurdrengur þar sem mannvonska, líkamspyntingar og kynferðislegt ofbeldi gegn börnum var daglegt brauð þessara hraksmáðu drengja samfélagsins. En átti þó að verða hið fullkoman uppeldi  af “upplýstu menntuðu samfélagi/manni" þar sem mælikvarði mannsins er allt sem þarf. Vonandi tekur nútíma neyslusamfélag, “það besta í heim hér”, mið af kristnum gildum í enn ríkari mæli  í samfélagi framtíðarinnar. Þar sem hver maður er dýrmætur í augum Guðs.

 Tæplega getur  umrædd breyting eingöngu  átt sér stað með tilskipunum að ofan frá menntamálaráðherra og biskupi. Markviss hreinskilin/kærleiksrík umræða um betra velferðasamfélag þarf að fara fram. Þar sem kirkjan ekki síður en hið veraldlega vald þarf að horfa inn á við með gagnrýnu sjónarhorni svo  brotasaga  um Breiðvíkurdrengina fái ekki sífellt nýja birtingarmynd í samfélaginu hér og nú.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband