Sonur Davíðs velkominn til Austurlands

Fréttablaðið slær þeirri fyrirsögn á forsíðu að skipaður héraðsdómari Norður – og Austurlands hafi verið tekinn fram yfir þrjá hæfari umsækjendur. Enginn rökstuðningur fylgir nema val valnefndar. Umræðan undanfarna daga hefur hins vegar tengst persónu Þorsteins Davíðssonar Oddsonar fyrrverandi forsætisráðherra, að hann sé skipaður héraðsdómari þess vegna. Einhvern veginn finnst mér með  “að lesa milli línanna í fréttinni”, að það sé mergurinn málsins? Er hatrið svona mikið hjá Baugsveldinu/Fréttablaðinu, að ekki megi ráða son Davíðs Oddssonar til starfa?

Ráðherra skipar samkvæmt lögum en hefur matsnefnd sér til hliðsjónar og metur álit hennar hverju sinni. Hvers vegna ætti matsnefndin að ráða því hver er ráðinn af þeim sem koma til greina? Umræddur Þorsteinn Davíðsson er velkominn í heimabyggð mína á Austurlandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband