9.1.2008 | 17:25
Skipan héraðsdómara - pólitískar ofsóknir?
Áfram heldur umræðan um skipum héraðsdómara. Nýjasta hugmyndin er að Alþingi ráði héraðsdómara með 2/3 hluta atkvæða. Seint mun slík samstaða nást enda er þingið tæplega vettvangur til að útkljá slík mál. Valnefnd hefur kosið að raða umsækjendum í goggunarröð eftir hæfni sem ekki telst vera pólitísk; en hlýtur að orka tvímælis þar sem ekki virðast neinar reglur um hvaða hæfni sé hæst metin. Ef viðkomandi umsækjandi hefur öll tilskilin réttindi til embættis héraðsdómar og fullnægjandi reynslu; þá er það ráherrans að gera út um málið lögum samkvæmt. Hvers vegna ætti valnefnd að ráða hver fær embættið þar sem lög kveða ótvírætt á um að ráðherrann skuli taka ákvörðun um hver fær dómarastöðuna þótt viðkomandi sé sonur Davíðs Oddssonar? Mér finnst þessar pólitísku ofsókir á hendur Þorsteins Davíðssonar vera til háborinnar skammar svo ekki sér meira sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Facebook