Kvóti/ rekstur – og mannréttindabrot

Nú fengu þeir sem vilja leggja niður kvótakerfið vatn á millu sína með úrskurði mannréttindanefndar SÞ að því er virðist. Árni Páll Árnason þungavigtarmaður í Samfylkingunni lýsti því yfir í Silfri Egils að nú yrði sóknarfæri  ef/þegar  fiskveiðiheimild yrði aukin á ný. Þá skuli kvótakerfið  skorið upp og kvótanum úthlutað til annarra en þeirra sem voru sviptir lífsviðurværinu, þeirra útgerða sem byggja rekstur sinn á fiskveiðum. Rökstuðningur  mannréttindanefndar SÞ var úrskurður (ekki dómur), sem orkar tvímælis.

Ef málið heldur áfram fyrir dómstólum þá koma upp spurningar eins og hvort lög um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum standist stjórnarskrá. Með samþykkt laga um kvótakerfið var veiði takmörkuð og skert verulega – er það samkvæmt stjórnarskrá um atvinnurekstur? Auk þess búum við ekki við rússneskt stjórnkerfi þar sem ríkið einokar atvinnurekstur og lífsafkomu fólks. Umrædd lög voru réttlætt/réttmæt út frá verndum fiskistofna sem var óhjákvæmilegt/umdeilt en breytir ekki því að rekstur varð mjög erfiður, margir urðu að hætta, fengu smánarlegan úreldingastyrk í staðinn; einungis til setja löglega byggingu undir kerfið.Öll útgerð varð fyrir miklum skakkaföllum og sérstaklega trilluútgerð.

Jákvæða hliðin á rekstri trilluútgerðar varð þó sú, að bátarnir sameinuðust,  urðu stærri rekstrareiningar, reksturinn leit betur út þrátt fyrir allt. Ekki stóð friðurinn lengi. Fyrst og fremst fyrir atfylgi Krata í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum varð kvótinn  skertur  um 30%.  Hafði þau áhrif í sjávarbyggðum að fólk missti lífsafkomun og flutti burt.  

Nú endurtekur sagan sig um kvótaskerðingu. Enn rísa Kratar/Samfylking upp, komast í ríkisstjórn; kvótinn skertur aftur um 30%, sem ekki getur talist eingöngu til að vernda þorskinn um það eru deildar meiningar. Afleiðing þessarar skerðingar er ekki enn kominn í ljós. Sjómenn og verkafólk  eru  að missa atvinnuna vítt og breitt um landið; byggðirnar missa skatta og hafnargjöld sem eru  undarstaðan í rekstri viðkomandi byggðarlags. Ekki sér enn fyrir  hversu eyðing byggða verður mikil - en er eyðing byggða ekki  mannréttindabrot?

Umræður um  mótvægisaðgerðir eru út lofið. Ef ekki er öflugur atvinnurekstur í sjávarbyggðum í landinu þá verður fræðslu/menningu og þjónustustigi ekki haldið uppi af ríkisvaldinu.

 

Hugtakið mannréttindi nær til allra  - er það ekki mannréttindabrot að ráðast á rekstur og vinnu/lífsbjörg fólks með lagasetningu ríkisvaldsins eins og hér hefur verið lýst?

Það er hollt að skoða þessa aðför að útgerðum, sjómönnum og verkafólki í sjávarbyggðum landsins; um leið og moldviðrið um úrskurð mannréttindanefndar SÞ er í umræðunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband