16.1.2008 | 00:37
Kvóti/ rekstur – og mannréttindabrot
Ef málið heldur áfram fyrir dómstólum þá koma upp spurningar eins og hvort lög um sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum standist stjórnarskrá. Með samþykkt laga um kvótakerfið var veiði takmörkuð og skert verulega er það samkvæmt stjórnarskrá um atvinnurekstur? Auk þess búum við ekki við rússneskt stjórnkerfi þar sem ríkið einokar atvinnurekstur og lífsafkomu fólks. Umrædd lög voru réttlætt/réttmæt út frá verndum fiskistofna sem var óhjákvæmilegt/umdeilt en breytir ekki því að rekstur varð mjög erfiður, margir urðu að hætta, fengu smánarlegan úreldingastyrk í staðinn; einungis til setja löglega byggingu undir kerfið.Öll útgerð varð fyrir miklum skakkaföllum og sérstaklega trilluútgerð.
Jákvæða hliðin á rekstri trilluútgerðar varð þó sú, að bátarnir sameinuðust, urðu stærri rekstrareiningar, reksturinn leit betur út þrátt fyrir allt. Ekki stóð friðurinn lengi. Fyrst og fremst fyrir atfylgi Krata í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum varð kvótinn skertur um 30%. Hafði þau áhrif í sjávarbyggðum að fólk missti lífsafkomun og flutti burt.
Nú endurtekur sagan sig um kvótaskerðingu. Enn rísa Kratar/Samfylking upp, komast í ríkisstjórn; kvótinn skertur aftur um 30%, sem ekki getur talist eingöngu til að vernda þorskinn um það eru deildar meiningar. Afleiðing þessarar skerðingar er ekki enn kominn í ljós. Sjómenn og verkafólk eru að missa atvinnuna vítt og breitt um landið; byggðirnar missa skatta og hafnargjöld sem eru undarstaðan í rekstri viðkomandi byggðarlags. Ekki sér enn fyrir hversu eyðing byggða verður mikil - en er eyðing byggða ekki mannréttindabrot?
Umræður um mótvægisaðgerðir eru út lofið. Ef ekki er öflugur atvinnurekstur í sjávarbyggðum í landinu þá verður fræðslu/menningu og þjónustustigi ekki haldið uppi af ríkisvaldinu.
Hugtakið mannréttindi nær til allra - er það ekki mannréttindabrot að ráðast á rekstur og vinnu/lífsbjörg fólks með lagasetningu ríkisvaldsins eins og hér hefur verið lýst?
Það er hollt að skoða þessa aðför að útgerðum, sjómönnum og verkafólki í sjávarbyggðum landsins; um leið og moldviðrið um úrskurð mannréttindanefndar SÞ er í umræðunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:22 | Facebook