Árás á sjávarútveginn - mannréttindabrot?

 Þingmaður/lögmaður Frjálslynda flokksins, Jón Magnússon skrifar frekar ómálefnalega grein (24 stundir 13/1 bls 13) um fiskveiðistjórnunina þar sem hann líkir íslenska ríkinu einna helst við bananalýðveldi út í heimi sem virða hvorki lög né rétt eða mannréttindi; eða þeirra sem leyfa sér að haf skoðun og leita réttar síns. Þá talar hann í niðrandi merkingu um “gjafakvóta” til handa útgerðum  í sjávarútvegi án þess að útskýra hvað hann á við.

Með tilkomu skipa og togara hefur sjávarútvegur staðið undir framförum/menntun og velmegun hér  á landi. Er ennþá dýrmætasti atvinnuvegurinn hvað varðar tekjur í þjóðabúið. Með  kvótakerfinu voru veiðiheimildir takmarkaðar til að vernda fiskistofnana og nýta það sem er til skiptanna með hagkvæmum hætti. Kvótanum var úthlutað eftir  meðaltali veiða í þrjú ár á undan til að grundvöllur rekstursins yrði viðunandi.  Minna kom í hlut allra bæði útgerðar og sjómanna. Með þessum aðgerðum má samt halda fram  að útgerðin hafi bætt verðmæti aflans með betri meðferð og nýtingu.

Þingmaðurinn kemur ekki með neinar hugmyndir um hvernig bæta megi kvótakerfið æpir aðeins gjafakvóti! Hvað sem það nú merkir? Fiskveiðiheimild útgerðar er réttur til handa þeim sem veiða fiskinn. Það er undirstaða rekstursins að skip/bátur  hafi  kvóta sem rekstrargrundvöll. Þess vegna er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir að hér er ekki um gjafakvóta að ræða heldur er hann undirstaða  reksturs þegar veiðin hefur verið takmörkuð.

Með kvótakerfinu var leyft að framselja hluta kvótans til hagræðingar ef ef t.d. einhver fiskitegund var uppurin samkvæmt kvóta þá varð að fá viðbót svo hægt væri að veiða þær fisktegundir sem óveiddar voru hjá viðkomandi útgerð. Þessi aðgerð var áhjákvæmileg. Þeir sem áttu umframkvóta í einhverri tegund urðu að fá greitt fyrir hann vegna eigin reksturs.  Hins vegar mætti endurskoða þetta atriði ef til vill minnka hlutfall óveidds kvóta til framsals að vel athuguðu máli.

Álit mannréttindanefndar SÞ   getur tæplega verið úrskurður í svo stóru máli varðandi rekstur sjávarfyrirtækja og fiskveiðar á Íslandsmiðum.  Hvað þá að sé hægt að setja Íslenska ríkið í sama flokk og bananalýðveldi úti í heimi. Þá vitnar þingmaðurinn/lögmaðurinn í Þorgeir Ljósvetningagoða þar sem hann vildi hafa ein lög í landinu. Hvað á Þingmaðurinn við? Ekki var þá verið að skipta veiðiheimildum til hagsbóta fyrir þjóðina. Heldur urðu siðaskipti og reynt að innleiða mannúðlegri samskipti milli fólks sem urðu samofin þeim lögum sem voru áður í heiðnum sið.

 Lög um fiskveiðistjórnun eru allt annar eðlis í nútíma samfélagi. Eru til þess ætluð  að þessi mikilvæga auðlind geti skapað sem mestar þjóðatekjur. Undirrituð telur að kerfið þurfi eftirlit og breytingu að vel ígrunduðu máli. Engu að síður þarf meginreglan að vera að útgerðin hafi umráð yfir kvótanum til að reka fyrirtækið eins og önnur fyrirtæki í landinu.  Hvað á þingmaðurinn við með þjóðasátt.? Er meiningin  að reka fiskveiðistefnu með rússnesku ríkisfyrirkomulagi eða leyfa öllum að veiða úr takmarkaðri auðlind? Vel mætti hugsa sér að hinn vitri Þorgeir Ljósvetningagoði hefði þá mælt fyrir munni sér í dag: “Með lögum skal land byggja og ólögum eyða". 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband