Alþjóðleg bænavika - Níuviknafasta – Bræðramessa.

 

Níuviknafasta hefst í dag ( 20.jan)samkvæmt Almanaki Háskóla Íslands og kaþólskri  trú. Nú stendur yfir  alþjóðleg bænavika kristinna manna fyrir samstöðu kirkjunnar (18-25 janúar). Bræðramessa er kennd við tvo óskylda píslarvotta kaþólsku kirkjunnar: Annar er Sebastíanus (d.300) og er talinn rómverskur hermaður. Fyrst var hann skotinn örvum og síðan barinn til bana, grafinn í katakombunum við Via Appia utan Rómar. Hinn er Fabíanus páfi og píslarvottur sem valdist til embættis vegna þess að dúfa settist á höfuð hans á kjörfundinum. Varð helgur maður, líkamsleifar hans voru fluttar í Callistusar-katakompurnar þar sem líkamsleifar þeirra bræðra eru nú sameinaðar. Af Sebastíanusi er til handritsbrot á íslensku frá 14. eða 15 öld. Hann var aukadýrlingur kirkna á Innrahólmi og Görðum á Akranesi. (Saga daganna: Árni Björnsson)

Samkvæmt heimasíðu Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi:  

 18. - 25. janúar
Alþjóðleg bænavika kristinna manna fyrir samstöðu kristninnar
Við biðjum fyrir einingu meðal allra kristinna manna, eins og Jesús sjálfur gerði. Jesús sagði: "Ég bið ... að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig. (Jn 17.20-21)
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband