Nýr borgarstjórnarmeirihluti

 Ef til vill verður nýr meirihluti í borginni nýtt upphaf af áhrifum Frjálslynda flokksins í stjórnmálum þar sem tekið er enn betur málum með almannaheill í huga. Nýi meirihlutinn hlýtur óhjákvæmilega að hafa áhrif almennt á stjórnmálin ef vel til tekst. Frjálslyndi flokkurinn hefur oft haldið klaufalega á málum hvað varðar innflytjendamál og sjávarútvegsmál. Nú síðast með grein Jóns Magnússonar nýlega um fiskveiðistjórnun. (sjá logos.blog.is). Kvótakerfið þarf endurskoðunar við en verður ekki hent fyrir borð heldur þarf að vinna markvisst að endurbótum/eftirliti.

Sama má segja um málefni innflytjenda þar þarf  frjálslyndi flokkurinn  að vera betur á raunhæfum nótum. Innflytjendur eru komnir til að vera þurfa tækifæri til náms og aðlögunar til að geta tekið þátt í samfélaginu; og orðið nýtir borgarar. Engu að síður þarf að sjá til þess að þeir útlendingar sem koma með afbrot í huga fái ekki að skjóta rótum. Umræða Frjálslyndra hefur ekki borið í sér nægilega mannheill sem æskileg væri. Andstæðingum Frjálslyndra í síðustu kosningabaráttu tókst í umræðunni, að sýna fram á að frjálslyndir væru rasistar í augum almennings.

Þá hafa innanflokkserjur Frjálslynda  flokknum dregið úr trausti flokksins. Ekki tekur betra við  í nýjum borgarstjórnarmeirihluta þar sem fulltrúar Ólafs Magnússonar ætla ekki að styðja nýja meirihlutann. Margrét Sverrisdóttir ætlar að fella meirihlutann ef Ólafur forfallast. Ólafur á á erfitt starf fyrir höndum að verjast sínum eigin fulltrúum til að halda velli í borgastjórn. Vonandi tekst Ólafi  að halda sjó og ná sér í betri háseta í framtíðinni.

Undirrituð óskar nýja borgarstjórnarmeirihlutanum  velfarnaðar í starfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband