Félagshyggjuöfl eða fasistar?

Sjaldan eða aldrei hefur undirrituð orðins eins hissa og að horfa á hegðun “félagshyggjuaflanna” í borginni  í beinni útsendingu frá borgarstjórnafundinum í dag. Hvernig getur fólk kallað sig lýðræðissinna sem kemur fram eins og ótíndur rumpulýður. Ekki heyrðist mannsins mál fyrir skrílslátum, varð að fresta fundi; málfrelsi og siðleg hegðun  fótum troðin. Sorglegt að sjá fráfarandi borgarstjóra nota aðstöðu sínu með því að lýsa yfir ánægu sinni með framferði síns fólks. Undirritaðri hefur fundist umræddur Dagur vilja koma kurteislega fram og virða samræðulýðræði með virðingu fyrir andstæðingum sínum. Nú brá svo við að hann misstu dómgreindina þótt hann væri aðeins að missa borgarstjórastólinn með lýðræðislegum hætti. 

Sagði Dagur, að í dag ætti að kjósa í Reykjavík, ekki bara í Ráðhúsinu, heldur í borginni allri vegna þess að borgarbúum væri misboðið. Þrátt fyrir ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar og fimm þúsund undirskriftir getur Dagur ekki tala fyrir hönd allra borgarbúa með framangreindum hætti; eða Reykjavíkur sem höfuðborgar þjóðarinnar. Lengi mun skömm fráfarandi meirihluta verða minnst hjá þeim sem virða lög og rétt landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband