- aftaka eða gálgahúmor?

 Góðlátlegt grín getur verið skemmtilegt en öllu gamni fylgir nokkur alvara.Þegar Spaugstofa RUV er farin að nota aðstöðu sína og skemmtir þjóðinni með persónulegum árásum á fólk þá  orkar tvímælis hvort Ríkissjónvarpið getur réttlætt kostnaðinn á almenning í landinu.

Grín spaugstofunnar á núverandi borgarstjóra, Ólaf F. Magnússon, eru beinlínis beinar persónuárásir þar sem gert var grín að veikindum hans. Skemmst er að minnast markvissra árása Spaugstofunnar á Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsætisráðherra marg endurteknar. Hver er tilgangur Spaugstofunnar með svona framferði? Er verið að reyna að hafa pólitísk áhrif með afar vafasömum hætti? Getur tæplega verið verjandi fyrir Ríkissjónvarpið að styðja að slíkan mismunun?     

 

Undirrituð telur að Spaugstofan sé löngu farin að lifa sjálfa sig og kominn tími til að hún leggi upp laupana. Ef það er þá ekki stefna Ríkisjónvarpsins að hafa áhrif á stjórnmál með svo lágkúrulegum hætti sem raun ver vitni? Við eigum nóga gamanleikara sem ekki eru líklegir að hafa slíka rætni í frammi og spaugstofumenn leyfa sér. Ráðast með persónulegum hætti að fólki, “taka af lífi”; eða stimpla  í hugum fólks sem óábyrgar/ óæskilegar manneskjur.  Gagnrýni í víðum skilningi á vissulega rétt á sér í opinberum fjölmiðlum en þarf að vera innan þeirra marka að draga ekki menn og málefni niður á lágkúrulegt plan. Þá helgar tilgangurinn ekki meðalið. 

Undirrituð minnist  síra Sigvalda í skáldsögu Jóns Thoroddsen er notaði undirferli og einfeldni fólks til að koma ár sinni fyrir borð; var ekki vandur að meðölum sínum. Gagnrýnin á klerkinn risti svo djúpt, að  vafasamt er, hvort nokkur maður gæti hugsað sér að læra til prests, ef hann héti  Sigvaldi. Þótt umrædd gagnrýni sé beitt beindist  hún ekki persónulega að neinum manni heldur gagnrýni á spillingu sem Jón Thoroddsen hefur talið sig finna í prestastétt, sem gegndi reyndar þá, einnig ýmsum veraldlegum störfum samfara prestsstarfinu á þeim tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband