Kyndilmessa

Kyndilmessa, hreinsunarhátíð Maríu meyjar er í dag að gyðinglegum sið fjörutíu dögum eftir fæðingu Jesú Krists. Þá er mikil ljósadýrð við katólska guðsþjónustu; dagurinn þá kenndur við kerti og kyndla, og þaðan komið nafnið Kyndilmessa á íslensku. Munnmæli greina frá sérstöku kyndilmessukerti frá 19. öld, Maríu guðsmóður til heiðurs. Veðrabrigði þótti verða á meginlandi Evrópu á Kyndilmessu og barst veðratrúin hingað til Íslands sunnan úr álfu á 17. öld. Á sólskin þennan dag að vita snjór síðar, og hefur veðurtrúin verið umort á íslensku eftir erlendum vísubrotum og spakmælum

Munnmæli hérlendis greina frá um leifar katólks siðar að menn hafi lýst upp bæi sína á Kyndilmessu. Var kertið steypt með fyrir jól stærra en önnur og tendrað á kyndilmessu. Fundist hafa nokkur dæmi hér á landi um framagreinda siðvenju frá Helgu Halldórsdóttur(f.1903) úr Staðarsveit á Snæfellsnesi:

 “Hjá foreldrum föður míns voru steypt kerti til jólanna á haustin og eitt mjög stórt kerti var steypt og geymt til þess að kveikja á Kyndilmessukveldi. Kjartan Þorkelsson, sem var sonur  sr. Þorkels á Staðarstað og heimilisvinur foreldra minna. Hann sagði að móðir sín Ragnheiður Pálsdóttir hefði látið steypa kyndilmessukerti og var það látið loga á miðju matborði þegar kvöldmatur var borðaður á Kyndilmessu. Þetta kerti var látið loga til heiðurs Maríu Jesúsmóður". (Hauksbók, 81,95, 131, sbr. XXVI, 273, 311)   

Framangreint efni er tekið úr Sögu daganna eftir Árna Björnsson, bls  491-492.:

 Góða helgiHappy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband