“Nú er hún Snorrabúð stekkur”

Woundering Það kennir margra góðra grasa í Reykjavíkurbréfi Mbl í dag um málefni ESB og rök gegn inngöngu okkar þangað. Greinarhöfundur ritar m.a. um “trúboð” háskólakennara við háskólann í Bifröst til inngöngu okkar í Evrópusambandið.

Kaldhæðni örlaganna að einmitt þar sem Jónas frá Hriflu skóp samvinnuskólann til uppbyggingar í menntun samvinnuhugjónarinna til að efla þátt landsbyggðar bæði til sjávar og sveita;  efldi þar með sjálfsmynd og framfaramátt þeirra er vildu byggja upp atvinnulíf í landinu sjálfu við það harðbýli sem veðurfar  og lega þess  hefur skapað eyþjóð norður í Atlandshafi.

Nú er öldin önnur sú kynslóð sem situr við völd í Bifröst boðar nú inngöngu okkar í ESB sem lausn á öllum efnahagsvanda væntanlega einnig undir þeim sjónarmiðum að afsala sér auðlindum til lands og sjávar til Brussel. Baráttan fyrir frelsi okkar og auðlindum er aukaatriði. Nú getum við lifað í vellystingum, áhyggjulaus um framtíð þjóðarinnar; henni er borgið í örmum þýsku blokkarinnar sem öllu ræður þar innanstokks?

Gengið hefur verið markvisst skref fyrir skref á  framtíðarsýn og atvinnulíf  landsbyggðarinnar (-og þjóðarinnar)er Jónas frá Hriflu skóp á síðustu öld; henni  kastað fyrir róðra, stefnum hraðbyri - og hverfum brátt sem þjóð inn í Evrópusambandið?

Sannarlega er hægt að taka undir með skáldinu: “Nú er hún Snorrabúð stekkur.” - í Bifröst.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband