24.4.2008 | 05:46
Mótmæli vörubílstjóra - og eldsneytisverð
Undirrituð hefur haft samúð með vörubílstjórum fram til þessa. En eru ekki aðgerðir þeirra að snúast upp í andhverfu sína? Má segja að ekki hafi það styrkt málstað þeirra að trufla opinbera heimsókn á Bessastöðum; það hafi verið kornið sem fyllti mælirinn ásamt mótmælunum í gær við Rauðavatn? Samt sem áður þarf að gera úrbætur á aðstöðu bílstjóra á löglegum hvíldartíma.
Ef lögreglan handtekur fólk sem veitir mótspyrnu, sem myndað er og klippt til, þá sýnir það ekki rétta mynd af atburðinum þegar forsendur vantar. Fjölmiðlar þurfa að gæta sín vel þegar slík fréttamynd er sýnd. Ríkissjónvarpið gaf greinargóða mynd af atburðunum þar sem lögreglan og bílstjórar tjáðu sig um átökin.
Við öll höfum áhyggjur af dýru eldsneyti og ef til vill byggist samúð okkar á þeim staðreyndum; þrátt fyrir það er nauðsynlegt að virða lög og reglur. Það er skylda lögreglunnar að gæta laga og réttar sem hún gerði við erfiðar aðstæður í mótmælum vörubílstjóra.
Ekki þarf að búast við lækkun eldneytis á heimsmarkaði í framtíðinni og verðum við öll að horfast í augu við þá staðreynd. Ætlast verður til af stjórnvöldum að þau jafni verð á bensíni og díslelolíu er ætti að vera auðvelt í gegnum skattlagningu. Díselolía var ódýrari enda er húm vistvænni kostur. Verð á díselolíu og bensíni þarf að endurspegla jöfnuð og réttlæti; sem ekki er til staðar þar sem diselolína er mun dýrara. Þennan mun verður að jafna sem allra fyrst.
Gleðilegt sumar!
Mjög mikil spenna á Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.5.2008 kl. 14:04 | Facebook