29.4.2008 | 12:08
Innganga í Evrópusambandið - íslensk þjóðarvitund.
Ritstjóri 24 stunda (26. apríl) telur álit Sturlu Böðvarssonar forseta Alþingis um áhyggjur af þjóðarvitund og sjálfstæðis Íslands vegna hugsanlegra inngöngu Íslanda í Evrópusambandið óþarfar. En er það svo? Umræðan hjá Evrópusinnum nú er í ljósi verðbólgu og slæms efnahafsástands. Þá verður umræðan virkari en tæplega raunhæfari; þegar skóinn skreppir að þjóðinni vegna versnandi lífskjara?
Ekki er að ófyrirsynju að skoða upphaf ESB sem stofnað var eftir heimstyrjöldina síðari er var hápunktur margra alda stríðsreksturs í Evrópu; þar sem Kola- og stálbandalagið var fyrsta tilraunin til að efla samstarf Þjóðverja og Frakka með því að gera löndin efnahagslega háð hvort öðru. Má segja að löndin hafi haft það grunnmarkmið að standa vörð um eigin auðlindir. Síðan hefur sambandið vaxið og þróast og eru aðildarríkin nú 27 er sjálfviljugt samstarf fullvalda ríkja.Efnahagsstefnan hefur samt verið kjarni (og er enn) Evrópusamstarfsins sem byggir á opnu markaðshagkerfi. Með félagslegri vídd; að markmiði að standa vörð um lýðræði, mannréttindi, og frelsi einstaklingsins til orðs og athafna. Nær nú til margra sviða: Umhverfismál, félagsmála og rannsókna- og tækniþróunar.
Stórþjóðirnar í ESB hafa miklu meiri styrk en smáþjóð eins og Ísland, að standa vörð um hagsmuni sína og velferð. Ekki er hægt að halda því fram að okkar rödd muni heyriast nægilega, þegar/ef ESB ákveður kvótann í sjávarútvegi, vegna örsmæðar þrátt fyrir sterkan vilja.
Það er augljóst að þjóðarvitund og skilningur þarf að vera um, hverju við erum að fórna með inngöngu í ESB. Nú er er fyrirsjáanleg hækkun og skortur á matvælum í heiminum (og orkuskortur), sem hlýtur að kalla á nýja sýn og umræðu þjóðanna í ESB.
Ekki síður fyrir umræðu um okkar landbúnað og hvernig við tryggjum okkar matvælaframleiðslu. Sama má segja um aðrar auðlindir okkar þegar litið er til framtíðar. Það er raunhæft að þær tilheyri okkur alfarið til að tryggja stöðu okkar sem þjóðar þegar litið er til framtíðar.
Ábyrg umræða um framgreinda stöðu þarf að fara fram. Að framansögðu er grunntónn umræðunnar um inngöngu í ESB í þá veru að með inngöngu verði efnahag okkar borgið ; en á þeim forsendum er ekki hægt að ganga til þjóðaratkvæðis um inngöngu í Evrópubandalagið.
Til þess þurfum við sterka sjálfsvitund og ábyrga umræðu sem byggir á okkar stöðu/hagsmunum sem smáþjóðar með dýrmætar auðlindir til lands og sjávar. Þeirri umræðu má í raun aldrei ljúka ef við viljum vera sjálfstæð þjóð í samfélagi þjóðanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.4.2008 kl. 16:50 | Facebook