Aðlsteinn Jónsson útgerðarmaður - sjónarsviptir

 Það er sjónarsviptir að mönnum eins og Aðalsteini Jónssyni útgerðarmanni á Eskifirði, sem um langan aldur voru kjölfestan í atvinnulífi og framförum þjóðarinnar á síðustu öld. Aðlasteinn var glæsilegur fulltrúi þessara  framkvæmdamanna, sem með framtaksemi og dugnaði, byggði upp glæsilegt útgerðarfyrirtæki á Eskifirði ; var stærsti atvinnurekandi bæjarins um margra áratuga skeið.   

 

Íslenska þjóðin á mikið að þakka mönnum eins  Aðalsteini Jónssyni útgerðarmanni sem lögðu hornsteininn að íslenskum sjávarútvegi nútímans. Enn er íslenskur sjávarútvegur mikilvægasti þáttur í útfutningstekjum þjóðarinnar. Fer  verðmæti hans vaxandi vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á heimsmarkaðasverði sem telja má viðvarandi til framtíðar.  Íslenskur sjávarútvegur verður vonandi enn um sinn ein sterkasta stoð í framförum til almannaheilla.

Til að svo megi verða mega fiskimiðin aldrei verða undir erlendri stjórn heldur að byggja áfram á dugnaði og framtaksemi framkvæmdamanna í landinu sjálfu.Woundering

Gleðilega hátíð 1. maí!Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband