Maímánuður tileinkaður Maríu Guðsmóður

 Maímánuður er tileinkaður Maríu Guðsmóður samkvæmt katólskri trú, mánuðinum þegar allt vaknar til lífsins í náttúrunni og sumarið í nánd. Maríualtari kirkjunnar er skreytt með hvítum blómum. Litur sakleysis og meydóms sem er skýr vísbending til Maríu Guðsmóður. Konur leita meira til kirkjunnar en karlar og efnt er til bænastunda svokallaðrar Maríu-andaktar. 

María Guðsmóðir átti sterk ítök áður fyrr í katólskri trú hér landi  um það bera vott mikill fjöldi miðaldakvæða frá þessum tíma.

 

 

 

Eftirfarandi kvæði er eftir Jón Pálsson Maríuskáld er lést 1471:

 

Máría sárin

mætust bætir,

menn fá af hennar

magni fagnað.

Veitist sveitum

vildust mildi

móðir þjóða og margar bjargir.

  Skáld hafa ort kvæði Maríu Guðsmóður til dýrðar fram á okkar daga. Það sýnir að María Guðsmóðir hefur enn ítök sem eiga sér óslitnar rætur frá katólskri trú hér á landi.  Stefán frá Hvítadal (1887 – 1933) orti eftirfarandi kvæði:      

 

Varst þú eitt með vorri þjóð,   virtir hennar minjasjóð,   heimtist öld af himni rjóð   hneig að brjósti þínu.   Sálir bundust sínu. Heilaga móðir, heimt þú enn,   hlíf þú landi mínu.   

 

  Útdráttur úr KAÞÓLSKA KIRKJUBLAÐINU: Sr. Júrgen Jámin.  Góða helgiHappy

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband