Viðvarandi drykkjuvenjur - í miðborg Reykjavíkur?

 Undirrituð leigði íbúð á Frakkastíg  part úr sumri fyrir u.þ.b. áratug. Hafði engin kynni haft af miðborgarlífi  Reykjavíkur áður. Lærði fljótt að hafa ekki opinn glugga sérstaklega þegar leið að helgi. Alltaf mátti búast við einhverju dóti inn um gluggann svo sem ölflöskum eða pappírsrusli með viðeigandi ókvæðisorðum.  

Samt flögraði ekki að undirritaðri að hér væri um almennan vanda að læra þegar fólk skemmti sér í miðbæ Reykjavíkur enda voru framangreind ólæti ekki í fréttum eins og nú. Hafði haldið að svona skrílslæti ættu sér aðeins stað á sumarhátíð eða um verslunarmannahelgi úti landi enda nógur fréttaflutningur af þ.h. ólátum. Það er ánægjulegt að núverandi lögreglustjóri hefur tekið fast á vandanum og fréttaflutningur af slíkum uppákomum í borginni ekki haldið til hlés.

Lögreglustjórinn er réttur maður á réttum stað og fær almennna borgara  til liðs við sig í viðleitni sinni til að halda uppi venjulegum umgengnisvenjum þótt fólk skemmti sér. 
mbl.is Líkamsárás, ölvun og ólæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband