4.5.2008 | 20:54
Guðni Ágústsson formaður - í kröppum dansi
Áhugavert viðtal við Guðna Ágústsson á Stöð2 í kvöld. Hann var fastur fyrir og málefnalegur, varðist vel þeirri ásökun að hann hefði tekið u-beygju í Evrópusambandsaðild. Ljóst er að hann á í erfiðleikum með Valgerði Sverrisdóttur sér við hlið sem varaformann, harðsoðinn Evrópusinna hvað sem það kostar.
Halldór Ásgrímsson fyrrverandi formaður stóð alltaf fastur á því sjónarmiði að ekki kæmi til greina að ganga í ESB nema fiskimiðin yrðu algerlega undir íslenskri stjórn. Valgerður nefndi það ekki á nafn í sínum yfirlýsingum bara að hefja umræðuna nú þegar - og sækja um aðild.
ESB-sinnar hafa haft forystu í Framsókn um langan tíma. Líklega síðan Steingrímur Hermannsson var formaður svo Guðni mun eiga í erfiðleikum þótt hann kalli alla framsóknarmenn vina sína. Enginn er annars bróðir í leik og það veit Guðni sjálfsagt þótt hann beri sig vel. Vonandi nær hann að sigla beint áfram og sjá fyrir skerin í tæka tíð ef Framsókna ætlar að ná fram fyrri styrk sínum.Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook