6.5.2008 | 12:27
Skynsemin ræður ekki?!
Kolbrún Bergþórsdóttir fer mikinn í ritstjórnargrein 24stunda í dag til stuðnings inngöngu í Evrópusambandið. Má segja að þar endurspeglist eyðsla og óhóf fjármálafyrirtækja/banka og einstaklinga sem tóku lána án þess að gera sér grein fyrir endurgreiðslu þeirra. Lausnina telur Kolbrún vera að ganga í Evrópusambandið þá sé öllu borgið. Þjóðin er fyrst og fremst orðin leið á framangreindri óstjórn; en verður ekki leyst með því að ganga á mála hjá ESB.
Engin rök styðja að framgreint ástsand verð leyst með inngöngu í ESB. Alltaf fylgi böggull skammrifi. Reikna má með fyrirsjáanlegu atvinnuleysi sem Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnarins virðast ekki hafa nokkrar áhyggjur af. Seðlabankinn í Brussel mundi ekki heldur hafa nokkrar áhyggjur af hvort sjávarútvegur og fyrirtæki hér á landi gætu búið við svo sterkan gjaldmiðil og Evruna, þegar við verðum kominn í ESB. Atvinnuleysi mun verða sama vandamál eins og í öðrum ESB-löndum. Staða Evrunnar er sterk eins er, en farin að valda aðildarríkjum erfiðleikum(Ítalíu, Írlandi, Spáni).
Innganga ESB er ekki lausn á vandamálum þjóðarinnar nú heldur verða bankar, fyrirtæki og einstaklingar að búa við aðhald og sparnað til að ná kjölfestu enda engin von um inngöngu í ESB við núverandi aðstæður. Hvað varðar efnahagslögsögu landsins er hún víðs fjarri lögsögu ESB og fiskistofnar hér við land staðbundnir að mestu leyti. Sjávarútvegur er stærsta útflutningsgrein okkar og verður enn um langa framtíð, tryggir efnahagslega stöðu og um leið sjálfstæði þjóðarinnar, sem aldrei má fórna fyrir stundarhagsmuni og óstjórn í efnahagsmálum.
Verðlækkun á innfluttum vörum er ekki gefin við inngöngu í ESB. Ekki einu sinni landbúnaðarafurðum sökum hækkandi heimsmarkaðsverðs vegna skorts á nægilegri framleiðslu. Það er ábyrgðarlaust hjal að ræða um inngöngu ESB við þær erfiðu aðstæður/óstjórn sem nú ríkir hér á landi, erfiðleika sem ekki eingöngu er hægt að heimfæra upp vandamál er nú ríkja í peningamálum erlendis.
Undirrituð efast um hvort skynsemina ræður í framangreindum skrifum Kolbrúnar Bergþórsdóttur?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook