9.5.2008 | 14:08
"Leikhús borgarinnar"?
Vel má taka undir framangreind sjónarmið forystugreinar Mbl í dag að borgarfulltrúar Reykjavíkur hafi allt að því frá upphafi verið eitt allsherjar leikhús. En hverjar eru stjörnurnar í þessari endalausu revíuseríu? Að mati undirritaðrar hefur hundraðdagameirihlutinn algera yfirburði með stjórnartíð sinni. Algjört stjórnleysi þar sem málefnin voru ekki í sjónmáli nema þegar Dagur borgarstjóri birtist til að segja hvað hann ætlaði að gera en aldrei varð neinn veruleiki?
Verkefni hundraðdagameirihlutans/minnihlutans nú er leiksýning, til að koma Ólafi frá, mun tíminn leiða í ljós hvernig tekst til? Ekki virðist standa á fjölmiðlum að gera sem mest úr árásunum á borgarstjórann og leiðir Stöð2 ótvírætt þann hluta sýningarinnar?
Síðasta stóra leikatriðið hundraðdagameirihlutans var þegar Ólafur F Magnússon tók við stjórninni. Þar mætti á áheyrandapalla, að því er virtist stuðningsmenn Dags, með skrílslátum sem lengi verður í minnum haft. Ólætin beindust fyrst og fremst að verðandi borgarstjórna en fráfarandi borgarstjóri hafði greinilega stuðninginn og hélt um stjórnataumana á leiksviðinu þar sem stærsta leikatriðið til þessa fór fram?
Nú er að bíða eftir lokaatriði borgarstjórnar Reykjavíkur en viðbrögðum borgarbúa er vart að vænta fyrr enn í næstu borgarstjórnarkosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook