Sameiginlegt helgihald katólskra og lúterskra.

 

Sameiginlegur  fundur  Katólsku kirkjunnar og Þjóðkirkjunnar er gleðitíðindi. Eflaust báðum aðilum til farsæls samstarfs til framtíðar og er það vel. Hef sótt messu í Katólsku kirkjunni um skeið og fundist Guðs náð vera meiri nærvera þar en ég  hefur áður átt að venjas hjá Þjóðkirkjunni. Erfitt að setja slíka reynslu í orð en einhvern vegin þá  er allur umbúnaður helgihalds katólskra þannig að hann hjálpar til að stilla sig inn á einlæga bæn til Guðs.  Það skiptir óendanlega miklu máli í helgihaldi allra kirkna, að hið heilaga,  eitthvað ósnertanlegt  sem erfitt er að mynda orð um sé umgjörð; til að nálgast tilbeiðslu til Guðs af öllu hjarta.

 

Eflaust er er erfitt í sameiginlegu helgihaldi að hafa Máltíð Drottins um hönd vegna mismunandi guðfræðilegs skilnings  Eftir kynni mín af sakramenti katólsku kirkjunnar finnst mér það standa  miklu nær en ég hef kynnst samkvæm lúterskri trú. Verð að játa að ég fann ekki náð Guðs og fyrirgefningu í kirkju fyrr en við katólska messu.


mbl.is Samkomulag um afnot af kirkjum og helgihald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband