Ferð eldri borgara í Kópavogi

Eldri borgarar í Kópavogi ferðuðust um Suðurland (í gær) í frábæru veðri þar sem ekki sást skýhnoðri á himni. Jöklar og fjallahringur skörtuðu sínu fegursta og við okkur blöstu sveitir í Árnes og Rangárvallasýslu. Skoðaðar voru  verklegar raforkuframkvæmdir í Búrfellsvirkjun/Hálendismiðstöðinni og þjóðlegar minjar  (Stöng í Þjórsárdal) o.fl. Ferðin endaði  með góðum kvöldverði að Hlið í Ölfusi og ekið Þrengslin heim. 

Ferðin vakti undirritaða til umhugsunar um raforkuframkvæmdir í Þjórsá, sem hafa gert góða lífsafkomu okkar að veruleika. Hugmyndir um virkjun í Þjórsá komu  fyrst fram á árunum 1915 til 1917 en varð veruleiki 1972. Kom stofnun Landsvirkjunar í kjölfarið 1972, sem þróaðist í fyrirtæki á landsvísu. Alls voru byggðar þrjár virkjanir  í Þjórsár og Tungnaá.

Síðasta og stærsta virkjunin hér á landi er Kárahnjúkavirkjun á Austurlandi er tekin var í notkun 2007, sem er ekki á eldvirku svæði og litlar líkur til náttúrhamfara

.

Ljóst er að erlent fjármagn stuðlaði að veruleika þessara  miklu framfara hér á landi er þarf að taka inn i umræðuna þegar deilt er um náttúruvernd. Miklar deilur og umræður hafa staðið yfir seinni ár um réttmæti framagreindrar virkjunarframkvæmda. Auðvitað þurfum við að vernda okkar fögru náttúru en jafnframt að nýta hana okkur til betri lífsafkomu. Orkulindir okkar eru vistvænn kostur og ekki síst þess vegna ber okkur að nýta þær. Nú síðast hefur Bitruvirkjun  verið slegin af vegna deilna um náttúrvernd og nálægðar  byggðar í Hveragerði, en veldur hún mengun eða hvað? Hefur ekki jarðgufa fylgt jarðsköpuninni síðan í árdaga? 

 Jakob Björnsson fyrrverandi orkumálastjóri hefur skrifað athyglisverðar greinar um skipulagningu háhitasvæða annars vegar og hins vegar náttúruverndarsvæða er ætti að vera framkvæmalegt með sanngjarnri umræðu þar sem tilfinningasemi náttúrusinna getur ekki ráðið för eins og  í allri umræðu undanfarið.  

Núverandi ríkisstjórn hefur mikinn meirihluta og ætti nú að standa fyrir  umræðu um virkjanir á raunhæfum nótum frekar enn umræðu um inngöngu ESB, sem ekki getur veið á dagsskrá nú;  hvað þá að afsala auðlindum til lands og sjávar til Brussel.

 

Landsvirkjun hefur þróast upp í landsfyrirtæki og er það mikilvægt, þegar auðlindirnar eru nýttar fyrir landið allt. Vonandi verður virkjun háhitasvæða á Norðurlandi að veruleika og atvinnustarfsemi rísi sem allra fyrst við Húsavík til styrktar atvinnulífi þar til eflingar/undirstöðu fyrir allt annað mannlíf úti landsbyggðinni eins og Þjórsárvikjun stuðlaði að sterku atvinnulífi/mannlífi á Suðurlandi og Reykjavíkursvæðinu.

Menntun og hugvit hefur orðið veruleiki hér vegna framfara í orkumálum og verðmætra fiskimiða við landið. Vísindamönnum og náttúrverndarsinnum ber að hafa það í huga þegar þessi viðkvæmu deilumál er rædd.Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband