Eyðing landsbyggðar - umhverfisspjöll.

Gott að heyra að skref eru tekin til álvers á Húsavík og vonandi verður ferlinu haldið áfram með festu og marvissum aðgerðum. Ekki eftir neinu að bíða. Norðausturland á undir högg að sækja í atvinnumálum, sem mun valda fólksfækkun og minnkandi þjónustu er ekki má dragast saman ef byggðir úti á landi eiga að halda velli í framtíðinni.

Sjónarmið náttúruverndarsinna mega ekki eingöngu ráða ferðinni með háværum fyrirgangi. Enda má segja, að það séu  umhverfisspjöll þar sem mannsæmandi mannlíf getur ekki þróast  eðlilega vegna atvinnuleysis.  Náttúran er til þess að lifa af henni og verður engu um það breytt - hægt að marka raunhæfar aðgerðir  i umhverfisvernd landsins þrátt fyrir að þjóðin nýti auðlindir landsins sér til framdráttar.


mbl.is Matsferli vegna álvers á Bakka hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband